Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira