Ingó Veðurguð loksins til Bahama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 17:49 Ingó nýtur nú sólarinnar á Bahama. Instagram/@ingo_vedurgud „Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan. Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Sjá meira
„Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan.
Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Sjá meira