Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 19:00 Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira