Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 14:30 Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því um miðjan desember. Stefnt er að því að Herjólfur sigli þangað í fyrsta sinn á árinu á fimmtudag klukkan 7. Vísir/Óskar P. Friðriksson Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira