„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 10:41 Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. Vísir/vilhelm „Við erum allavega komin á aðeins annan stað. Það er það sem er jákvætt í þessu.“ Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, í samtali við fréttastofu þegar hann var spurður um hvort einhver árangur hefði náðst á fundi gærdagsins. Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. Látið var að því liggja að fundurinn sem fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær myndi ráða úrslitum varðandi hugsanlegar verkfallsaðgerðir. Kristján vildi þó ekki taka of djúpt í árinni og kvaðst hóflega bjartsýnn gagnvart fundinum með viðsemjendum sínum sem hefst klukkan 11.00 í dag og gæti staðið til 17.00 líkt og í gær. „Við, auðvitað, erum að pressa á að þetta gangi hratt fyrir sig hjá okkur, hratt og vel, en það er ekki tímabært að segja til um nein tímamörk,“ segir Kristján. Aðspurður hvort eitthvað afdrifaríkt hafi gerst af hálfu SA á fundinum í gær svarar Kristján: „Þetta hefur mjakast áfram“.„Þokumst nær samningi“ Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi gefa of mikið upp í samtali við fréttastofu en hann staðfesti þó að hann myndi vissulega mæta til fundar klukkan 11.Má skilja þetta sem svo að þið hafið að einhverju leyti komið til móts við kröfur iðnaðarmanna?„Við vinnum áfram að verkefninu. Ég get staðfest það. Veldur hver á heldur. Við þokumst nær samningi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag. Áfram verður fundað á morgun. 28. apríl 2019 16:34 Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. 29. apríl 2019 11:48 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
„Við erum allavega komin á aðeins annan stað. Það er það sem er jákvætt í þessu.“ Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, í samtali við fréttastofu þegar hann var spurður um hvort einhver árangur hefði náðst á fundi gærdagsins. Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. Látið var að því liggja að fundurinn sem fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær myndi ráða úrslitum varðandi hugsanlegar verkfallsaðgerðir. Kristján vildi þó ekki taka of djúpt í árinni og kvaðst hóflega bjartsýnn gagnvart fundinum með viðsemjendum sínum sem hefst klukkan 11.00 í dag og gæti staðið til 17.00 líkt og í gær. „Við, auðvitað, erum að pressa á að þetta gangi hratt fyrir sig hjá okkur, hratt og vel, en það er ekki tímabært að segja til um nein tímamörk,“ segir Kristján. Aðspurður hvort eitthvað afdrifaríkt hafi gerst af hálfu SA á fundinum í gær svarar Kristján: „Þetta hefur mjakast áfram“.„Þokumst nær samningi“ Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi gefa of mikið upp í samtali við fréttastofu en hann staðfesti þó að hann myndi vissulega mæta til fundar klukkan 11.Má skilja þetta sem svo að þið hafið að einhverju leyti komið til móts við kröfur iðnaðarmanna?„Við vinnum áfram að verkefninu. Ég get staðfest það. Veldur hver á heldur. Við þokumst nær samningi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag. Áfram verður fundað á morgun. 28. apríl 2019 16:34 Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. 29. apríl 2019 11:48 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag. Áfram verður fundað á morgun. 28. apríl 2019 16:34
Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15
Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. 29. apríl 2019 11:48