Þar ögraði Styles hinu viðtekna með því að klæðast samfesting sem var gegnsær að ofan, háhæluðum skóm og með fallega skartgripi.
Á hverju ári taka stærstu stjörnurnar og færustu hönnuðir heims frá fyrsta mánudaginn í maí til að vera viðstödd Met Gala á Metropolitan Museum of Art safninu í New York.
Styles mætti á viðburðinn með Alessandro Michele sem starfar sem hönnuður hjá Gucci. Þeir tóku sig vel út saman á bleika dreglinum en þeir voru meðal gestgjafa ásamt Lady Gaga og Serana Williams.
Breskir miðlar fóru hreinlega á hliðina þegar sást til Styles sem vakti fyrst athygli með sveitinni One Direction. The Sun er með heljarinnar umfjöllun um heimsókn Styles á Met Gala sem sjá má hér.
