Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2019 15:30 Ingvar E. er í aðalhlutverki. Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Critics' Week mun fara fram frá 15.-23. maí, samhliða hátíðinni. Nú hefur verið staðfest hvenær myndin verður sýnd á hátíðinni og er það 16. maí næstkomandi. Áður hafði verið sagt frá því að Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en í dag frumsýndu kvikmyndagerðamennirnir nýtt plakat fyrir Hvítur, hvítur dagur og þar kemur fram að fleiri þjóðþekktir leikarar koma við sögu. Aðrir leikarar í myndinni eru: Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Backman, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elísdóttir, Þór Tulinius og Sverrir Þór Sverrisson . Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Ingvar E. og Hilmir Snær leika á móti hvort öðrum á hvíta tjaldinu frá því að þeir léku á móti hvor öðrum í Englum Alheimsins sem kom út árið 2000. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi 6. september.Plakatið nýja. Cannes Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Critics' Week mun fara fram frá 15.-23. maí, samhliða hátíðinni. Nú hefur verið staðfest hvenær myndin verður sýnd á hátíðinni og er það 16. maí næstkomandi. Áður hafði verið sagt frá því að Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en í dag frumsýndu kvikmyndagerðamennirnir nýtt plakat fyrir Hvítur, hvítur dagur og þar kemur fram að fleiri þjóðþekktir leikarar koma við sögu. Aðrir leikarar í myndinni eru: Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Backman, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elísdóttir, Þór Tulinius og Sverrir Þór Sverrisson . Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Ingvar E. og Hilmir Snær leika á móti hvort öðrum á hvíta tjaldinu frá því að þeir léku á móti hvor öðrum í Englum Alheimsins sem kom út árið 2000. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi 6. september.Plakatið nýja.
Cannes Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein