Lokadagur viku tvö hefst á viðureign liðanna Kings og Frozt í League of Legends. Klukkustund síðar mætast svo Dusty og Old Dogs í sama leik.
Klukkan 19:30 hefst CS:GO-hluti kvöldsins þegar Hafið mætir Tropadeleet. Klukkan 20:30 hefst svo síðasta viðureign kvöldsins þar sem Dux Bellorum mætir liði KR.
Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.