Keppni í Inkasso-deild karla hófst í dag með tveimur leikjum. Í Breiðholtinu vann Leiknir R. 4-1 sigur á Magna og á Akureyri bar Þór sigurorð af Aftureldingu, 3-1.
Leiknismenn áttu ekki í miklum vandræðum með Magnamenn. Sævar Atli Magnússon kom Breiðhyltingum yfir á 14. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Stefán Árni Geirsson öðru marki við.
Sólon Breki Leifsson jók muninn í 3-0 á 55. mínútu en Gunnar Örvar Stefánsson lagaði stöðuna fyrir Magna fjórum mínútum síðar. Það var svo Vuk Oskar Dimitrijevic sem skoraði síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Lokatölur 4-1, Leikni í vil.
Alvaro Montejo skoraði tvö mörk Þórsara gegn nýliðunum úr Mosfellsbænum. Fyrra mark hans kom eftir aðeins tveggja mínútna leik. Staðan var 1-0 í hálfleik, Þór í vil.
Alvaro bætti öðru marki við á 54. mínútu og kom heimamönnum í vænlega stöðu. Andri Freyr Jónasson, markakóngur 2. deildar á síðasta tímabili, minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 76. mínútu en tíu mínútum síðar gulltryggði Nacho Gil sigur Þórs.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Góðir sigrar hjá Þór og Leikni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn




Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti