Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 19:45 Iðnaðarmenn skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í nótt. vísir/vilhelm Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí. Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí.
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50