Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 19:45 Iðnaðarmenn skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í nótt. vísir/vilhelm Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí. Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Fjöldi viðbragðsaðila bregst við tilkynningu um eld í Breiðholti Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Sjá meira
Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí.
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Fjöldi viðbragðsaðila bregst við tilkynningu um eld í Breiðholti Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50