Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. maí 2019 12:30 Ragnar Þór sést hér í pontu þegar verkfall VR og Eflingar stóð sem hæst í mars síðastliðnum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með. Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með.
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51
Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54