Þetta er pínulítið Júróvisjón! Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Margrét Bóasdóttir. Mynd/fréttablaðið „Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira