Ekki vitað til þess að bílstjórinn hafi áður fengið flog Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 16:07 Vagninn hélst alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi. Mynd er frá vettvangi í dag. Vísir/Jói K. Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst. Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst.
Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51