Ekki vitað til þess að bílstjórinn hafi áður fengið flog Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 16:07 Vagninn hélst alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi. Mynd er frá vettvangi í dag. Vísir/Jói K. Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst. Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Sjá meira
Strætó bs. hefur ekki vitneskju um að bílstjórinn, sem ók strætisvagninum sem hafnaði utan vegar í Mosfellsbæ í dag, hafi áður fengið flog. Talið er að hann hafi fengið flogakast undir stýri og misst meðvitund, með fyrrgreindum afleiðingum. Alls voru fjórir í strætisvagninum þegar hann fór út af veginum á öðrum tímanum í dag. Vagninn, sem var á leið 7 frá Mosfellsbæ í átt að Spönginni, rann niður talsverðan halla eftir bílastæði fyrir neðan veginn. Hann hélst þó alltaf á hjólunum, sem þykir mikil mildi, og voru meiðsl farþega og bílstjóra metin minniháttar. Sjá einnig: Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Bílstjórinn hefur ekið vögnum Strætó í yfir tuttugu ár, að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó. Hann, ásamt einum farþega, var fluttur á slysadeild eftir slysið og var þá kominn til meðvitundar. Guðmundur hefur eftir eiginkonu bílstjórans að hann gangist nú undir rannsóknir á spítala og margt bendi til flogakasts, sem bílstjórinn hafi ekki fengið áður. Guðmundur gerir ráð fyrir að bílstjórinn fari í leyfi frá störfum í kjölfar slyssins og staðan verði svo tekin aftur í framhaldinu. Margar ástæður geta legið að baki flogaköstum og er flogaveiki aðeins ein þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um flogaveiki á Vísindavefnum. Þannig eru einstaklingar sem fá flog ekki endilega flogaveikir og þá er þekkt að fólk fái fyrst flog á efri árum. Vinnu á vettvangi slyssins við Álafosskvos í Mosfellsbæ lauk fyrir stundu en búið er að koma bílnum upp á veginn og aka honum í burt. Einhverjar skemmdir urðu á vagninum við slysið en umfang tjónsins er þó enn ekki ljóst.
Mosfellsbær Samgönguslys Strætó Tengdar fréttir Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Sjá meira
Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. 17. maí 2019 13:51