Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 16. maí 2019 23:10 Rafal Figlarski var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Vísir/Jóhann K. Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira