Hlíðarvatn í Hnappadal nýtt í Veiðikortið Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2019 09:30 Hlíðarvatn í Hnappadal er nýtt í Veiðikortinu. Mynd: Veiðikortið Veiðikortið nýtur mikilla vinsælda hjá veiðimönnum enda er fjölbreytni vatna mikil og möguleiki á veiði um allt land. Nú var að bætast nýtt vatn í Veiðikortið en það er Hlíðarvatn í Hnappadal. Hlíðarvatn í Hnappadal er eitt skemmtilegasta veiðivatnið á vesturlandi. Svæði Hraunholta, sem samningurinn gildir um, er hraunið að vestanverðu með veiðimörk við Svartaskúta og Hermannsholt. Eitt af sérkennum vatnasvæðisins er að vatnshæð í vatninu breytir sér mikið yfir veiðitímabilið og þar með veiðistaðir. Bæði bleikja og urriði er í vatninu. Í vatninu er mikið af fiski og hafa margir veiðimenn tekið ástfóstri við vatnið. Þetta er mjög skemmtilegt vatn að veiða og veiðivon afskaplega góð. Vatnið hentar þess vegna vel veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í veiðinni svo ekki sé talað um yngstu kynslóðina. Það er klárlega bíltúrsins virði að kíkja í vatnið en besti veiðitíminn er einmitt að ganga í garð og fram undir miðjan júlí er yfirleitt besti tími ársins í vatninu. Mest lesið Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Veiðikortið nýtur mikilla vinsælda hjá veiðimönnum enda er fjölbreytni vatna mikil og möguleiki á veiði um allt land. Nú var að bætast nýtt vatn í Veiðikortið en það er Hlíðarvatn í Hnappadal. Hlíðarvatn í Hnappadal er eitt skemmtilegasta veiðivatnið á vesturlandi. Svæði Hraunholta, sem samningurinn gildir um, er hraunið að vestanverðu með veiðimörk við Svartaskúta og Hermannsholt. Eitt af sérkennum vatnasvæðisins er að vatnshæð í vatninu breytir sér mikið yfir veiðitímabilið og þar með veiðistaðir. Bæði bleikja og urriði er í vatninu. Í vatninu er mikið af fiski og hafa margir veiðimenn tekið ástfóstri við vatnið. Þetta er mjög skemmtilegt vatn að veiða og veiðivon afskaplega góð. Vatnið hentar þess vegna vel veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í veiðinni svo ekki sé talað um yngstu kynslóðina. Það er klárlega bíltúrsins virði að kíkja í vatnið en besti veiðitíminn er einmitt að ganga í garð og fram undir miðjan júlí er yfirleitt besti tími ársins í vatninu.
Mest lesið Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár síðsumars flugur í laxaboxið Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði