Hrífandi, spennandi og heillandi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Söngkonan Diddú. Fréttablaðið/Stefán Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira