Ástrali mættur hingað til lands til að vara Íslendinga við því að skerða útiveru barna Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð "bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna. Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna.
Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira