Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2019 17:07 Nýi Herjólfur í Póllandi en hann leggur af stað til Eyja þann 9. júní. Vegagerðin Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40