Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:15 Myndina tók Sverrir í Hvalfirði í gær af dauðu hrefnunni en Landhelgisgæslan var kölluð út þar sem talið var að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina í firðinum. sverrir tryggvason Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm
Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48