Hækka á tekjuviðmið leiguíbúða hjá Bjargi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 19:30 Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann. Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann.
Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira