Hvað eru tafa- og mengunargjöld? Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 20:00 Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31