Nýr upplýsingagluggi á fasteignavefnum auðveldar leitina að draumaeigninni Félag fasteignasala kynnir 24. maí 2019 15:30 Upplýsingar um rekstarkostnað og fjármögnun er nú að finna við hverja eign, auk lýsingar á viðkomandi hverfi og fleira. Vilhelm Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.Við hverja auglýsta fasteign er nú hægt að smella á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina og finna upplýsingar um rekstur og fjármögnun á eigninni, auk skemmtilegrar lýsingar á því hverfi sem eignin er í. Upplýsingar um tegundir íbúða og aldursskiptingu íbúa er einnig að finna á síðunni auk upplýsinga um helstu þjónustur í nágrenni sem fengin er úr nýrri Kortasjá Two Birds. Með því að smella á Eignagluggann má meðal annars nálgast ýtarlegar upplýsingar um fjármögnun og lýsingu á hverfinu.„Við erum mjög ánægð með þetta samstarf við Félag fasteignasala,“ Segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Okkar markmið er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum sem við höfum safnað um fasteignamarkaðinn, þar sem við notumst við háþróaða tækni eins og gervigreind með djúptauganeti til að búa til notendavænar upplýsingar fyrir kaupendur fasteigna. Með þessari þjónustu getur fólk tekið upplýstari ákvarðanir í þessum stærstu viðskiptum sem sumir gera á lífsleið sinni.“Breytingarnar svar við óskum notenda„Til að tryggja sem best gæði fasteignavefsins fasteignir.is er reglulega kallað til samstarfs við notendur vefsins á öllum aldri auk fasteignasala og gæði vefsins þannig stöðugt tryggð. Ofangreindar breytingar koma m.a. út frá óskum um auknar upplýsingar fyrir notendur vefsins,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Með reiknivélinni má snarlega fá skýra mynd af rekstrarkostnaði og fjármögnun.„Vefurinn fasteignir.is er á þessu ári 11 ára en hann er í eigu Félags fasteignasala. Fasteignavefurinn er inni á visir.is og höfum við átt einstaklega gott samstarf við þann miðil,“ segir Grétar. Upplýsingar um næstu leik- og grunnskóla, næstu verslanir, strætóstoppistöðvar og fleira má finna undir eignaglugganum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Félag fasteignasala. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fasteignavefurinn fasteignir.is sem er á Vísi og fjártæknifyrirtækið Two birds, hafa gert með sér samstarfssamning sem hefur það markmið að auka enn frekar gæði og upplýsingar til notenda fasteignavefsins.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.Við hverja auglýsta fasteign er nú hægt að smella á Eignaglugga Two Birds til að nálgast nánari upplýsingar um eignina og finna upplýsingar um rekstur og fjármögnun á eigninni, auk skemmtilegrar lýsingar á því hverfi sem eignin er í. Upplýsingar um tegundir íbúða og aldursskiptingu íbúa er einnig að finna á síðunni auk upplýsinga um helstu þjónustur í nágrenni sem fengin er úr nýrri Kortasjá Two Birds. Með því að smella á Eignagluggann má meðal annars nálgast ýtarlegar upplýsingar um fjármögnun og lýsingu á hverfinu.„Við erum mjög ánægð með þetta samstarf við Félag fasteignasala,“ Segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Okkar markmið er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum sem við höfum safnað um fasteignamarkaðinn, þar sem við notumst við háþróaða tækni eins og gervigreind með djúptauganeti til að búa til notendavænar upplýsingar fyrir kaupendur fasteigna. Með þessari þjónustu getur fólk tekið upplýstari ákvarðanir í þessum stærstu viðskiptum sem sumir gera á lífsleið sinni.“Breytingarnar svar við óskum notenda„Til að tryggja sem best gæði fasteignavefsins fasteignir.is er reglulega kallað til samstarfs við notendur vefsins á öllum aldri auk fasteignasala og gæði vefsins þannig stöðugt tryggð. Ofangreindar breytingar koma m.a. út frá óskum um auknar upplýsingar fyrir notendur vefsins,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Með reiknivélinni má snarlega fá skýra mynd af rekstrarkostnaði og fjármögnun.„Vefurinn fasteignir.is er á þessu ári 11 ára en hann er í eigu Félags fasteignasala. Fasteignavefurinn er inni á visir.is og höfum við átt einstaklega gott samstarf við þann miðil,“ segir Grétar. Upplýsingar um næstu leik- og grunnskóla, næstu verslanir, strætóstoppistöðvar og fleira má finna undir eignaglugganum.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Félag fasteignasala.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira