Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Biskup leysti Sr. Ólaf Jóhanneson frá störfum í desember síðastliðnum. Ákvörðun biskups var metin ólögleg af stjórnvöldum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43