Jafngildir því að öll börn í Kópavogi og á Akureyri hafi orðið fyrir ofbeldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:00 Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Um fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur fjöldi drengja sem hefur verið kynferðislega misnotaður tvöfaldast á síðustu sex árum. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina. Unicef birti í morgun nýja rannsókn sem byggir á könnun sem var lögð fyrir skólabörn og á gögnum frá Stígamótum. Samkvæmt henni hefur um fimmta hvert barn á Íslandi orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þetta eru um þrettán þúsund börn og jafngildir fjöldinn öllum börnum sem búa í Kópavogi og á Akureyri samanlagt. Flest börn verða fyrir ofbeldinu á unglingsárum. Kynferðisofbeldi gegn drengjum af hálfu fullorðinna hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Hlutfallið farið úr tveimur prósentum í fjögur prósent. „Við vitum ekki af hverju það er, hvort kynferðislegt ofbeldi er að aukast eða hvort samfélagslegir fordómar að minnka og umræðan að aukast. En þarna sjáum við að jafn margir strákar og stelpur segja frá," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF.Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Á sama tíma eru stúlkur í miklum meirihluta þeirra barna sem koma í Barnahús vegna kynferðisofbeldis. „Þarna sjáum við með því að rýna í tölur að kerfin okkar eru ekki að grípa öll börn sem verða fyrir ofbeldi," segir Bergsteinn. Önnur alvarleg þróun á síðustu sex árum, eða frá síðustu könnun, er fjölgun mála þar sem barn brýtur kynferðislega á öðru barni. Tvöfalt fleiri drengir greina nú frá því, eða um fjögur prósent. Málunum fjölgar einnig hjá stúlkum og hefur nánast tíunda hver stúlka orðið fyrir slíku ofbeldi. Í skýrslunni segir að þetta þurfi að rannsaka sérstaklega og þá hvort klámvæðing gæti haft áhrif. UNICEF hrinti í dag úr vör átakinu Stöðvum feluleikinn en þeir sem skrifa undir áskorun til stjórnvalda fá sendar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast þegar grunur leikur á um ofbeldi. Í áskoruninni felst meðal annars krafa um að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til að greina þróunina. „Að það verði fylgst með þessum gögnum, þannig við sjáum alltaf stöðuna í þessum alvarlega málaflokki, til þess að við getum betur brugðist við og getum útrýmt ofbeldi gegn börnum á Íslandi," segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira