Forréttindi að eiga afmæli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2019 09:00 „Við Snörurnar eigum eftir að gera eina plötu. Hún mun koma. Allt hefur sinn tíma,“ segir Eva Ásrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira