Vill að Sólveig Anna skýri orð sín Baldur Guðmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. maí 2019 06:00 Halldór Benjamín segist ekki kippa sér upp við gífuryrði. Fréttablaðið/GVA Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04