Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 15:04 Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. „Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
„Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57
Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00