Skrifa um eigin upplifun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2019 10:00 Mæðgurnar Ragnheiður Inga og Snæfríður í bænum El Médano á Tenerife. Ragnheiður Inga er í blautbúningi á leið í sörfskólann. „Á Tenerife er ég kölluð Ragga því Spánverjar eiga erfitt með að segja nafnið mitt,“ segir hin ellefu ára Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, stödd á Tenerife er ég hef samband við hana. Hún hefur dvalið þar í allan vetur með fjölskyldu sinni og ekki setið auðum höndum á eyjunni fögru. Nú er komin út bók eftir hana sem fjallar um hvað krakkar geta upplifað á Tenerife, eða fjölskyldur í sameiningu. Sú heitir Tenerife krakkabókin – Geggjað stuð fyrir hressa krakka. En hvað kom til að hún fór að skrifa þessa bók? „Ég hef oft skrifað alls konar smásögur og svo var ég að skrifa í dagbókina mína um hitt og þetta sem ég prófaði hérna úti. Þegar ég var að lesa það fyrir mömmu þá föttuðum við að það vantaði bók fyrir krakka um Tenerife. Mamma gaf út bók í fyrra um eyjuna en hún var meira fyrir fullorðna, þessi bók er bara fyrir hressa krakka sem langar að gera eitthvað skemmtilegt hérna. Ég skrifa um eigin upplifun og reynslu og hef frá nógu að segja. Sumt af því sem ég lýsi var ég búin að prófa áður en sumt prófaði ég sérstaklega fyrir bókina. Mamma, Snæfríður Ingadóttir, skrifar líka smá í hana, það eru aðallega upplýsingar fyrir foreldra.“ Fjölskyldan er fimm manna. Hún kom til Tenerife í byrjun september, að sögn Ragnheiðar. „Við höfum oft komið til Kanaríeyja og höfðum nokkrum sinnum gert íbúðaskipti í þessum strandbæ, El Medano. Þess vegna ákváðum við að búa hér og fengum okkur litla íbúð. En það er enginn í fríi, mamma skrifar greinar og bækur og pabbi þýðir kvikmyndir, svo erum við systurnar þrjár í spænskum skóla sem er í göngufæri. Ég get líka labbað í dansskólann, körfuboltann og sörfskólann.“ Ragnheiður hefur fengið að kynnast því hvernig er að vera útlendingur. „Fyrst kunni ég ekki tungumálið og var skilin útundan. Svo lærði ég málið en er samt skilin útundan. Ég er öðruvísi en kanarísku krakkarnir og skólakerfið er allt öðru vísi en heima. Þetta hefur ekki verið auðvelt en ég er búin að læra fullt á þessu. Ég kunni ekkert í spænsku þegar ég kom í haust en nú er ég altalandi. Svo var líka gaman að vera í dansskóla hér og taka þátt í karnivalinu. Þá þurfti ég að dansa í tvo klukkutíma samfleytt úti á götu í rosa búningi og brosa allan tímann. Veðrið hér er æðislegt og svo er margt hægt að gera hérna. Spurð hverju hún mæli helst með í bókinni svarar hún: Til dæmis að smakka churros og pöddugos, fara í Canary Jump sem er risastórt hús fullt af trampólínum og heimsækja vísindasafn sem er með fullt af tækjum og skrípatólum sem allir mega prófa.“ Ragnheiður segir bókina örugglega koma í bókabúðir á Íslandi í byrjun júní. „En það er hægt að kaupa hana strax á síðunni hennar mömmu lifiderferdalag.is Kannski kveðst hún svo skrifa fleiri bækur í framtíðinni. „Ég hef mjög gaman af bókum, átrúnaðargoðið mitt er Gunnar Helgason, bækurnar hans eru æði.“ Hún hlakkar til að koma heim til Akureyrar aftur eftir mánuð. Íbúðin hér er frábær með stórum þaksvölum en ég get ekki beðið eftir að fá mitt eigið herbergi aftur og hætta að hlusta á systur mínar hrjóta. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Krakkar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Á Tenerife er ég kölluð Ragga því Spánverjar eiga erfitt með að segja nafnið mitt,“ segir hin ellefu ára Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, stödd á Tenerife er ég hef samband við hana. Hún hefur dvalið þar í allan vetur með fjölskyldu sinni og ekki setið auðum höndum á eyjunni fögru. Nú er komin út bók eftir hana sem fjallar um hvað krakkar geta upplifað á Tenerife, eða fjölskyldur í sameiningu. Sú heitir Tenerife krakkabókin – Geggjað stuð fyrir hressa krakka. En hvað kom til að hún fór að skrifa þessa bók? „Ég hef oft skrifað alls konar smásögur og svo var ég að skrifa í dagbókina mína um hitt og þetta sem ég prófaði hérna úti. Þegar ég var að lesa það fyrir mömmu þá föttuðum við að það vantaði bók fyrir krakka um Tenerife. Mamma gaf út bók í fyrra um eyjuna en hún var meira fyrir fullorðna, þessi bók er bara fyrir hressa krakka sem langar að gera eitthvað skemmtilegt hérna. Ég skrifa um eigin upplifun og reynslu og hef frá nógu að segja. Sumt af því sem ég lýsi var ég búin að prófa áður en sumt prófaði ég sérstaklega fyrir bókina. Mamma, Snæfríður Ingadóttir, skrifar líka smá í hana, það eru aðallega upplýsingar fyrir foreldra.“ Fjölskyldan er fimm manna. Hún kom til Tenerife í byrjun september, að sögn Ragnheiðar. „Við höfum oft komið til Kanaríeyja og höfðum nokkrum sinnum gert íbúðaskipti í þessum strandbæ, El Medano. Þess vegna ákváðum við að búa hér og fengum okkur litla íbúð. En það er enginn í fríi, mamma skrifar greinar og bækur og pabbi þýðir kvikmyndir, svo erum við systurnar þrjár í spænskum skóla sem er í göngufæri. Ég get líka labbað í dansskólann, körfuboltann og sörfskólann.“ Ragnheiður hefur fengið að kynnast því hvernig er að vera útlendingur. „Fyrst kunni ég ekki tungumálið og var skilin útundan. Svo lærði ég málið en er samt skilin útundan. Ég er öðruvísi en kanarísku krakkarnir og skólakerfið er allt öðru vísi en heima. Þetta hefur ekki verið auðvelt en ég er búin að læra fullt á þessu. Ég kunni ekkert í spænsku þegar ég kom í haust en nú er ég altalandi. Svo var líka gaman að vera í dansskóla hér og taka þátt í karnivalinu. Þá þurfti ég að dansa í tvo klukkutíma samfleytt úti á götu í rosa búningi og brosa allan tímann. Veðrið hér er æðislegt og svo er margt hægt að gera hérna. Spurð hverju hún mæli helst með í bókinni svarar hún: Til dæmis að smakka churros og pöddugos, fara í Canary Jump sem er risastórt hús fullt af trampólínum og heimsækja vísindasafn sem er með fullt af tækjum og skrípatólum sem allir mega prófa.“ Ragnheiður segir bókina örugglega koma í bókabúðir á Íslandi í byrjun júní. „En það er hægt að kaupa hana strax á síðunni hennar mömmu lifiderferdalag.is Kannski kveðst hún svo skrifa fleiri bækur í framtíðinni. „Ég hef mjög gaman af bókum, átrúnaðargoðið mitt er Gunnar Helgason, bækurnar hans eru æði.“ Hún hlakkar til að koma heim til Akureyrar aftur eftir mánuð. Íbúðin hér er frábær með stórum þaksvölum en ég get ekki beðið eftir að fá mitt eigið herbergi aftur og hætta að hlusta á systur mínar hrjóta.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Krakkar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira