Björgvin var raddlaus í fjóra mánuði og óttaðist hið versta Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:13 Björgvin Halldórsson söngvari hélt að hann hefði sungið sitt síðasta. Vísir „Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný. Jól Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
„Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný.
Jól Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira