Fyrsti leikurinn var Men in Black: The Game sem kom út 1997, sama ár og fyrsta myndin Men in Black með Tommy Lee Jones og Will Smith kom út. Þá komu út Men in Black leikir árin 1999, 2000, 2001 og að lokum 2002. Sá síðastnefndi var gerður um það leyti sem önnur myndin í röðinni kom út.
Tíu árum síðar kom út leikurinn MIB: Alien Crisis en sama ár kom út þriðja myndin með Josh Brolin, Will Smith og Tommy Lee Jones.