Eins og hjónaband dúfu og krókódíls Jónas Sen skrifar 8. júní 2019 12:00 "Hópurinn flutti óvanalega fallegar útsetningar á lögum úr gömlum handritum,“ segir Jónas Sen. KammertónleikarMaríubænir frá Montserrat á Kirkjulistahátíð Flytjendur: Umbra Ensemble, Cantores Islandiae, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Kristofer Rodriguez Svönuson, Eggert Pálsson og Marina Albero. Hallgrímskirkja þriðjudagur 4. júní Gárungar hafa sagt að það sé allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hallgrímskirkju. Bergmálið sé svo mikið að maður heyrir samt fyrstu tónana. Fyrir þetta stóra kirkju er bergmálið auðvitað fullkomlega eðlilegt, en þá er grundvallaratriði að velja vel hvernig tónlist er þar flutt. Ég er aðdáandi kammerhópsins Umbra Ensemble eftir tónleika hans í Hannesarholti í fyrrasumar. Hópurinn flutti óvanalega fallegar útsetningar á lögum úr gömlum handritum; andrúmsloftið sem myndaðist var einstakt. Því miður voru tónleikar hópsins á Kirkjulistahátíð talsvert síðri og má kenna staðsetningunni um. Þetta er tónlist sem einfaldlega krefst meiri nálægðar. Hana er ekki að finna í risastórri kirkjunni.Rólegu lögin komu best út Á efnisskránni voru Maríubænir úr Montserrat-klaustrinu. Lögin eru í handriti frá 14. öld, einu fárra sem björguðust þegar her Napóleons rústaði klaustrinu árið 1811. Söngvarnir voru hugsaðir pílagrímum til dægrastyttingar, og þótt trúarandinn svífi yfir vötnum er tónlistin fjölbreytt; dansinn er aldrei mjög langt undan. Rólegu lögin komu langbest út í ríkulegri endurómuninni. Lilja Dögg Gunnarsdóttir var aðalsöngkonan og hún söng fallega. Rödd hennar hæfir gamalli tónlist einkar vel, raddblærinn er þýður og sjarmerandi, með notalegri fyllingu. Keltnesk harpa, sem Arngerður María Árnadóttir spilaði á, skapaði einnig draumkennt andrúmsloft. Sömu sögu er að segja um kontrabassa Alexöndru Kjeld og fiðluleik Guðbjargar Hlínar Guðbjörnsdóttur.Óskýr dynur Hröðu lögin voru miklu síðri. Umbra var með nokkra gesti á sviðinu, þar var m.a. Marina Albero, en hún lék á psalterium, strengjahljóðfæri sem liggur á borði og er slegið með kjuðum. Albero spilaði hratt, en nóturnar runnu saman í bergmálinu, svo úr varð óskýr dynur. Svipaða sögu er að segja um slagverksleik Eggerts Pálssonar og Kristofers Rodriguez Svönusonar. Hann hljómaði býsna óskýr og skorti því nauðsynlega snerpu. Fyrir bragðið varð tónlistin litlaus. Orgelleikur, sem Arnbjörg María sá um þegar hún var ekki að spila á hörpuna, vakti líka upp spurningar. Ekkert var að leiknum sem slíkum, hann var skýr og nákvæmur. En Umbra Ensemble er fíngerð, brothætt kammersveit. Að spila á risavaxið orgel Hallgrímskirkju með slíkri sveit passaði engan veginn, þótt leikurinn hafi verið veikur og lágstemmdur. Útkoman var eins og hjónaband dúfu og krókódíls. Hér skal áréttað að ekkert var upp á sjálfan flutninginn að klaga, né heldur útsetningarnar, sem voru margbrotnar og hugvitsamlegar. Umgjörðin var bara ekki rétt og því náði tónlistin aldrei flugi. Vonandi mun dagskráin verða endurtekin, og þá undir betri kringumstæðum. Hún verðskuldar það svo sannarlega. Niðurstaða: Flottar útsetningar skiluðu sér ekki í ríkulegri endurómun Hallgrímskirkju. Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
KammertónleikarMaríubænir frá Montserrat á Kirkjulistahátíð Flytjendur: Umbra Ensemble, Cantores Islandiae, Þórdís Gerður Jónsdóttir, Kristofer Rodriguez Svönuson, Eggert Pálsson og Marina Albero. Hallgrímskirkja þriðjudagur 4. júní Gárungar hafa sagt að það sé allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hallgrímskirkju. Bergmálið sé svo mikið að maður heyrir samt fyrstu tónana. Fyrir þetta stóra kirkju er bergmálið auðvitað fullkomlega eðlilegt, en þá er grundvallaratriði að velja vel hvernig tónlist er þar flutt. Ég er aðdáandi kammerhópsins Umbra Ensemble eftir tónleika hans í Hannesarholti í fyrrasumar. Hópurinn flutti óvanalega fallegar útsetningar á lögum úr gömlum handritum; andrúmsloftið sem myndaðist var einstakt. Því miður voru tónleikar hópsins á Kirkjulistahátíð talsvert síðri og má kenna staðsetningunni um. Þetta er tónlist sem einfaldlega krefst meiri nálægðar. Hana er ekki að finna í risastórri kirkjunni.Rólegu lögin komu best út Á efnisskránni voru Maríubænir úr Montserrat-klaustrinu. Lögin eru í handriti frá 14. öld, einu fárra sem björguðust þegar her Napóleons rústaði klaustrinu árið 1811. Söngvarnir voru hugsaðir pílagrímum til dægrastyttingar, og þótt trúarandinn svífi yfir vötnum er tónlistin fjölbreytt; dansinn er aldrei mjög langt undan. Rólegu lögin komu langbest út í ríkulegri endurómuninni. Lilja Dögg Gunnarsdóttir var aðalsöngkonan og hún söng fallega. Rödd hennar hæfir gamalli tónlist einkar vel, raddblærinn er þýður og sjarmerandi, með notalegri fyllingu. Keltnesk harpa, sem Arngerður María Árnadóttir spilaði á, skapaði einnig draumkennt andrúmsloft. Sömu sögu er að segja um kontrabassa Alexöndru Kjeld og fiðluleik Guðbjargar Hlínar Guðbjörnsdóttur.Óskýr dynur Hröðu lögin voru miklu síðri. Umbra var með nokkra gesti á sviðinu, þar var m.a. Marina Albero, en hún lék á psalterium, strengjahljóðfæri sem liggur á borði og er slegið með kjuðum. Albero spilaði hratt, en nóturnar runnu saman í bergmálinu, svo úr varð óskýr dynur. Svipaða sögu er að segja um slagverksleik Eggerts Pálssonar og Kristofers Rodriguez Svönusonar. Hann hljómaði býsna óskýr og skorti því nauðsynlega snerpu. Fyrir bragðið varð tónlistin litlaus. Orgelleikur, sem Arnbjörg María sá um þegar hún var ekki að spila á hörpuna, vakti líka upp spurningar. Ekkert var að leiknum sem slíkum, hann var skýr og nákvæmur. En Umbra Ensemble er fíngerð, brothætt kammersveit. Að spila á risavaxið orgel Hallgrímskirkju með slíkri sveit passaði engan veginn, þótt leikurinn hafi verið veikur og lágstemmdur. Útkoman var eins og hjónaband dúfu og krókódíls. Hér skal áréttað að ekkert var upp á sjálfan flutninginn að klaga, né heldur útsetningarnar, sem voru margbrotnar og hugvitsamlegar. Umgjörðin var bara ekki rétt og því náði tónlistin aldrei flugi. Vonandi mun dagskráin verða endurtekin, og þá undir betri kringumstæðum. Hún verðskuldar það svo sannarlega. Niðurstaða: Flottar útsetningar skiluðu sér ekki í ríkulegri endurómun Hallgrímskirkju.
Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira