Anna vissi ekki að búið var að taka fótinn Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2019 11:30 Anna missti fótinn fyrir nokkrum árum en lætur það ekki stöðva sig. Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira