Anna vissi ekki að búið var að taka fótinn Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2019 11:30 Anna missti fótinn fyrir nokkrum árum en lætur það ekki stöðva sig. Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira