Dr John frá New Orleans fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 07:36 Dr John hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019 Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira