Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2019 10:13 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása. Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira