Forseti Íslands grillar til góðs Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 14:00 Einar Björnsson (t.v), skipuleggjandi Kótelettunnar, er hér ásamt Helga Haraldssyni hjá Eimskip, en fyrirtækið er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar. Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira