Tregðulögmálið Davíð Þorláksson skrifar 5. júní 2019 07:00 Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun