Tregðulögmálið Davíð Þorláksson skrifar 5. júní 2019 07:00 Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun