4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2019 21:00 Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Tengdar fréttir Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. Fjöldamorðin sem þarna voru framin voru til marks um rökþrot ráðamanna í alræðisríki andspænis lýðræðishreyfingu nýrrar kynslóðar um þjóðfélagsumbætur, lýðréttindi og aukið persónulegt frelsi. Viðbrögð ráðamanna voru í engu samræmi við tilefnið. Á hinn bóginn eru ofsafengin viðbrögð innbyggð í alræðisskipulagið þar sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda á sama hátt og í löndum þar sem stjórnmálamenn öðlast umboð almennings í frjálsum kosningum.Æ síðan hefur þessi dagsetning, 4. júní, verið bannorð. Hún er ekki nefnd í skólabókum og ófinnanleg á Netinu. Stjórnvöld hafa lagt sig fram um að þegja hana í hel og bannað alla umfjöllun að viðlögðum refsingum. Það hefur þeim tekist svo vel að heilu kynslóðirnar í landinu hafa vaxið úr grasi án þess að hafa grænan grun það sem þarna gerðist. Svo eru öll hin sem meta þau hyggindi sem í hag koma og leiða ótíðindin hjá sér. En auðvitað er fólki vorkunn, sérstaklega á allra seinustu árum eftir að stafrænt einræði – digital dictatorship – náði flugi í landinu með áður óþekktu stigi eftirlits og þar með ágengu taumhaldi á íbúunum. Fyrst eftir fjöldamorðin voru kínversk stjórnvöld í skammarkrók almenningsálitsins í heiminum og ráðamenn sem sóttu Beijing heim voru ódeigir að lesa þeim pistilinn í mannréttindamálum. Þetta er náttúrlega löngu liðin tíð og kínversk stjórnvöld sloppin úr sínum skammarkrók. Ýmsir vilja meina að þau hafi framleitt sig út úr honum. Eða hver vill setja sig upp á móti þeim sem mest efnahagslegt bolmagn hafa, með þeim afleiðingum sem það gæti haft? Á seinni árum þykir mér farið að bera á því sjónarmiði að minningin um þessi fjöldamorð megi fara að sökkva í djúp gleymskunnar; langt sé um liðið og tími til kominn að kasta þessum syndum á bak við sig eins og segir í gamla hjálpræðisherssálminum. Á árunum þrjátíu sem liðin eru hafi Kína hvort sem er tekið hamskiptum með ótrúlegum efnahagsframförum og bættum lífskjörum og sé orðið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Víst er mikið til í þessu síðastnefnda en hitt er jafnsatt að sama valdaapparat stjórnar landinu nú og þá og ber því áfram fulla ábyrgð á því sem gerðist. Meðan kínversk stjórnvöld sýna hvorki vott af iðrun né neinn lit á að gera þetta mál upp skal ég fyrir mitt leyti vera eins og rispuð plata uppá það að halda minningunni vakandi, hér eftir sem hingað til. Minna má það ekki vera til að heiðra það unga fólk sem herinn drap á Torgi hins himneska friðar fyrir þrjátíu árum og hafði drýgt þann eina glæp að kalla eftir umbótum í lýðræðisátt. Það verður heldur ekki nógsamlega minnt á að ef alræðisyfirvöld, hver sem þau eru, komast upp með óhæfuverk án afleiðinga er alltaf aukin hætta á að sagan endurtaki sig.Höfundur er þýðandi. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Óuppgert voðaverk Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 4. júní 2014 07:00
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun