Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 22:49 Frá veginum inn í Landmannalaugar, sem opnaðist fyrir rúmri viku. Mynd/Stöð 2. Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13