Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2019 19:15 Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vísir/ÞÞ Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Hjólreiðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi.
Hjólreiðar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira