Boðað til Báramótabrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 16:13 Bára sagðist á dögunum í viðtali við Vísi ætla að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvernig væri best að eyða hljóðupptökunum. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019 Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019
Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59