Fáklæddi Íslandsvinurinn skemmti sér konunglega hér á landi Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2019 12:30 Vel heppnuð ferð hér á landi fyrir einu ári. Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum og vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan er instagramstjarnan Kinsey Wolanski og var hún klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Parið kom sérstaklega til Íslands í júní á síðasta ári til að skoða landið og skella sér á Secret Solstice tónlistarhátíðina.Þau voru í för með plötusnúðnum heimsfræga Steve Aoki sem kom fram á Secret Solstice en Víkingur Arnórsson, framkvæmdarstjóri Secret Solstice aðstoðaði hópinn í ferð sinni um landið. Hópurinn fór á fjórhjólum um Sólheimasand, í River Rafting, Rib Safari í Vestmannaeyjum, í Bláa Lónið og á hestbak. Vitaly Zdorovetskiy er bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega úrslitaleikjum. Alls staðar eru myndir af honum og viðvaranir svo starfsfólk þekki hann við sjón til að hindra að hann komist inn. Fyrir leikinn á laugardaginn náði hann að blekkja öryggisteymi UEFA með því að birta myndir og myndbönd af sér frá Balí svo það leit út fyrir að hann væri ekki nálægt leikvanginum. Svo var ekki. Zdorovetskiy var í dulargervi inni á vellinum og náði að sjá kærustuna hlaupa inn á eins og hann birti á Instagram. Hér að neðan má sjá myndir frá ferð parsins til landsins. Hópurinn sem skemmti sér vel hér á landi fyrir ári síðan.Hent sér niður af brú.Vitaly Zdorovetskiy var á svæðinu.Allt gekk eins og sögu hjá parinu. Íslandsvinir Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum og vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan er instagramstjarnan Kinsey Wolanski og var hún klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Parið kom sérstaklega til Íslands í júní á síðasta ári til að skoða landið og skella sér á Secret Solstice tónlistarhátíðina.Þau voru í för með plötusnúðnum heimsfræga Steve Aoki sem kom fram á Secret Solstice en Víkingur Arnórsson, framkvæmdarstjóri Secret Solstice aðstoðaði hópinn í ferð sinni um landið. Hópurinn fór á fjórhjólum um Sólheimasand, í River Rafting, Rib Safari í Vestmannaeyjum, í Bláa Lónið og á hestbak. Vitaly Zdorovetskiy er bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega úrslitaleikjum. Alls staðar eru myndir af honum og viðvaranir svo starfsfólk þekki hann við sjón til að hindra að hann komist inn. Fyrir leikinn á laugardaginn náði hann að blekkja öryggisteymi UEFA með því að birta myndir og myndbönd af sér frá Balí svo það leit út fyrir að hann væri ekki nálægt leikvanginum. Svo var ekki. Zdorovetskiy var í dulargervi inni á vellinum og náði að sjá kærustuna hlaupa inn á eins og hann birti á Instagram. Hér að neðan má sjá myndir frá ferð parsins til landsins. Hópurinn sem skemmti sér vel hér á landi fyrir ári síðan.Hent sér niður af brú.Vitaly Zdorovetskiy var á svæðinu.Allt gekk eins og sögu hjá parinu.
Íslandsvinir Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25