Ferðamenn hvattir til þess að drekka kranavatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:10 Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite tekur þátt í herferðinni. íslandsstofa Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00
Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30
Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15