Kylfingur með númer í nafninu vann Opna bandaríska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2019 23:23 Lee6 með bikarinn. vísir/getty Jeongeun Lee6 frá Suður-Kóreu hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur hennar á risamóti á ferlinum.That winning feeling. #USWomensOpenpic.twitter.com/ok2WlwN6rT — LPGA (@LPGA) June 2, 2019 Ástæðan fyrir því að Lee6 er með tölu aftan við nafnið sitt er að á suður-kóresku mótaröðinni eru margir kylfingar sem bera sama nafn. Þær eru því aðgreindar með tölustöfum. Lee6 lék á einu höggi undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari sem var vel við hæfi."Six" finished at 6-under to win the 2019 @uswomensopen! She won her first KLPGA event at 6-under as well. pic.twitter.com/wjuxLo2NcJ — LPGA (@LPGA) June 2, 2019 Hún var tveimur höggum á undan löndu sinni, So Yeon Ryu, og Angel Yin og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum. Céline Boutier frá Frakklandi og Yu Liu frá Kína voru efstar og jafnar fyrir lokahringinn. Þær léku hins vegar báðar á fjórum höggum yfir pari í dag og enduðu í 5.-9. sæti. Lee6 var tveimur höggum á eftir efstu konum fyrir lokahringinn en lék vel í dag þrátt fyrir smá hikst á lokaholunum. Fyrir sigurinn fékk Lee6 eina milljón Bandaríkjadala. Golf Suður-Kórea Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jeongeun Lee6 frá Suður-Kóreu hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur hennar á risamóti á ferlinum.That winning feeling. #USWomensOpenpic.twitter.com/ok2WlwN6rT — LPGA (@LPGA) June 2, 2019 Ástæðan fyrir því að Lee6 er með tölu aftan við nafnið sitt er að á suður-kóresku mótaröðinni eru margir kylfingar sem bera sama nafn. Þær eru því aðgreindar með tölustöfum. Lee6 lék á einu höggi undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari sem var vel við hæfi."Six" finished at 6-under to win the 2019 @uswomensopen! She won her first KLPGA event at 6-under as well. pic.twitter.com/wjuxLo2NcJ — LPGA (@LPGA) June 2, 2019 Hún var tveimur höggum á undan löndu sinni, So Yeon Ryu, og Angel Yin og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum. Céline Boutier frá Frakklandi og Yu Liu frá Kína voru efstar og jafnar fyrir lokahringinn. Þær léku hins vegar báðar á fjórum höggum yfir pari í dag og enduðu í 5.-9. sæti. Lee6 var tveimur höggum á eftir efstu konum fyrir lokahringinn en lék vel í dag þrátt fyrir smá hikst á lokaholunum. Fyrir sigurinn fékk Lee6 eina milljón Bandaríkjadala.
Golf Suður-Kórea Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira