Trump segir Meghan Markle vera „illkvittna“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 19:00 Trump var ekki sáttur við ummæli Markle. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“. Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fór ekki fögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sagði hún Trump vera karlrembu sem reyndi ekki einu sinni að fela það. Markle lét ummælin falla í viðtali við The Nightly Show árið 2016, nokkrum mánuðum áður en hún hóf ástarsamband sitt við Harry Bretaprins. Í dag eru þau gift og Meghan því formlega orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni og því ósennilegt að hún myndi láta sambærileg ummæli falla í dag. Þá lýsti hún yfir stuðningi við Hillary Clinton og sagði valið vera auðvelt. „Þú ert ekki bara að kjósa Hillary því hún er kona heldur vegna þess að Trump hefur gert valið auðvelt, þú veist þú vilt ekki svona heim,“ sagði Markle sem bætti við að hún gæti hugsað sér að búa áfram í Kanada ef hann næði kjöri en hún var búsett þar við tökur á þáttunum Suits. „Ég vissi ekki að hún væri illkvittin“ The Sun spurði Trump út í ummæli hertogaynjunnar í gær en forsetinn mun heimsækja Bretland í næstu viku. Hann sagðist ekki hafa heyrt af ummælunum fyrr en þá. „Hvað get ég sagt? Ég vissi ekki að hún væri illkvittin,“ svaraði forsetinn. Á heimsóknardagskrá forsetans er meðal annars kvöldverður með konungsfjölskyldunni. Meghan mun þó ekki mæta í kvöldverðinn enda aðeins tæpur mánuður frá fæðingu sonar þeirra hertogahjónanna. Trump heimsótti Bretland í júlí á síðasta ári og sagðist hann hlakka til að hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu aftur. Það kom honum á óvart þegar blaðamenn sögðu honum að Meghan myndi ekki mæta til kvöldverðarins og sagðist hann vona að hún „hefði það gott“.
Donald Trump Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira