Þarf að hafa það á samviskunni að hafa ekki trúað Ellen Degeneres Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2019 11:53 Móðir Ellenar Degeneres kom á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað frásögn Ellenar um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11