Leiðin til að hlúa að sjálfri sér Benedikt Bóas skrifar 1. júní 2019 08:00 Lagið Playground með Karlottu Skagfield hefur vakið athygli á Spotify en lagið er það fyrsta sem hún gefur út. Hún hefur alltaf verið syngjandi og kemur af miklu tónlistarfólki. Frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að verða tónlistarkona og lagahöfundur. Það var ávallt mikil tónlist í fjölskyldunni, bæði amma, mamma og pabbi voru alltaf með einhvers konar tónlist í gangi þannig að lífið einkenndist af tónlist, góðri tónlist,“ segir Karlotta Skagfield Jónasdóttir en lag hennar Playground hefur vakið verðskuldaða athygli á Spotify. Þetta er fyrsta lagið hennar sem kemur út en hún segist hafa verið að syngja og semja svo lengi sem hún man eftir sér. „Eftir að faðir minn, Jónas Viðar Sveinsson, varð bráðkvaddur 2013 þá kom einhvers konar bakslag og ég kom varla upp tóni né gat samið neitt að ráði og hélt mig alveg frá sviðsljósinu. Ég kláraði engu að síður nám í klassískum söng í Söngskóla Reykjavíkur og kom mér aftur á strik hérna úti í London,“ segir hún en hún er búsett þar og nemur tónsmíðar í British and Irish Modern Music Institute, sem hún kallar BIMM. „Eftir að ég flutti hingað og hóf nám í BIMM þá finn ég hvað ég er að yfirstíga bakslagið. Er orðin tilbúin að láta röddina mína heyrast. Það verður einhvers konar kúvending. Eitt kvöldið þegar ég var alveg að sofna þá kom fyrsta laglínan til mín, milli svefns og vöku. Ég þurfti þá að gjöra svo vel að láta svefninn bíða og grípa penna, gítar, hljómborð og ég veit ekki hvað. Lagið flæddi gjörsamlega yfir mig.“ Svíinn Anton Rung, herbergisfélagi hennar, aðstoðaði við lagið. „Við þekktumst ekkert áður en við fluttum inn í íbúð sem við deilum með öðrum. En með tímanum þá höfum við náð að vinna mjög vel saman að verkefnum. Hann er á „production“-brautinni í sama skóla og býr aðallega til raftónlist. En hann varð mjög hrifin af tónlistinni minni og vildi endilega hjálpa mér að vinna hana betur og upp frá því höfum við verðið að starfa saman.“ Karlotta er fædd í Toscana-héraðinu á Ítalíu. Móðir hennar, Sólveig Baldursdóttir, var að vinna þar með marmara og faðirinn að læra myndlist. Tónlistin er henni í blóð borin en amma hennar er Edda Skagfield söngkona og langafinn er Sigurður Skagfield óperusöngvari. „Lagið er í rauninni mínar hugleiðingar um fortíðina. Það að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað gerist í lífinu og allt í einu getur öllu verið kippt undan manni. Þá hugsa ég oft til baka þegar ég var yngri og bara það að ég hafði ekki hugmynd um hvernig hlutirnir myndu atvikast. Kannski er þetta mín leið til þess að hlúa að sjálfri mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að verða tónlistarkona og lagahöfundur. Það var ávallt mikil tónlist í fjölskyldunni, bæði amma, mamma og pabbi voru alltaf með einhvers konar tónlist í gangi þannig að lífið einkenndist af tónlist, góðri tónlist,“ segir Karlotta Skagfield Jónasdóttir en lag hennar Playground hefur vakið verðskuldaða athygli á Spotify. Þetta er fyrsta lagið hennar sem kemur út en hún segist hafa verið að syngja og semja svo lengi sem hún man eftir sér. „Eftir að faðir minn, Jónas Viðar Sveinsson, varð bráðkvaddur 2013 þá kom einhvers konar bakslag og ég kom varla upp tóni né gat samið neitt að ráði og hélt mig alveg frá sviðsljósinu. Ég kláraði engu að síður nám í klassískum söng í Söngskóla Reykjavíkur og kom mér aftur á strik hérna úti í London,“ segir hún en hún er búsett þar og nemur tónsmíðar í British and Irish Modern Music Institute, sem hún kallar BIMM. „Eftir að ég flutti hingað og hóf nám í BIMM þá finn ég hvað ég er að yfirstíga bakslagið. Er orðin tilbúin að láta röddina mína heyrast. Það verður einhvers konar kúvending. Eitt kvöldið þegar ég var alveg að sofna þá kom fyrsta laglínan til mín, milli svefns og vöku. Ég þurfti þá að gjöra svo vel að láta svefninn bíða og grípa penna, gítar, hljómborð og ég veit ekki hvað. Lagið flæddi gjörsamlega yfir mig.“ Svíinn Anton Rung, herbergisfélagi hennar, aðstoðaði við lagið. „Við þekktumst ekkert áður en við fluttum inn í íbúð sem við deilum með öðrum. En með tímanum þá höfum við náð að vinna mjög vel saman að verkefnum. Hann er á „production“-brautinni í sama skóla og býr aðallega til raftónlist. En hann varð mjög hrifin af tónlistinni minni og vildi endilega hjálpa mér að vinna hana betur og upp frá því höfum við verðið að starfa saman.“ Karlotta er fædd í Toscana-héraðinu á Ítalíu. Móðir hennar, Sólveig Baldursdóttir, var að vinna þar með marmara og faðirinn að læra myndlist. Tónlistin er henni í blóð borin en amma hennar er Edda Skagfield söngkona og langafinn er Sigurður Skagfield óperusöngvari. „Lagið er í rauninni mínar hugleiðingar um fortíðina. Það að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað gerist í lífinu og allt í einu getur öllu verið kippt undan manni. Þá hugsa ég oft til baka þegar ég var yngri og bara það að ég hafði ekki hugmynd um hvernig hlutirnir myndu atvikast. Kannski er þetta mín leið til þess að hlúa að sjálfri mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp