Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 23:31 Hér má sjá þegar byrjað var að losa tankana með systurnar innanborðs úr vögnunum í Eyjum. Mynd/aðsend Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35