Mjaldrarnir komnir til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson. Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35