Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2019 16:03 Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina stendur nú yfir og verið er að gera svæðið klárt. Að sögn Jóns Bjarna upplýsingafulltrúa búast tónleikahaldarar við 10 til 12 þúsund manns. Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið