VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:06 Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. Vísir/vilhelm Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15